Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

Atvinnuleitandi

Viltu vinna erlendis?
Það er margt sem þú þarft að athuga ef þú vilt vinna í öðru EES-landi. Hvað þarf að gera áður en lagt er að af stað. Hvaða reglur gilda í nýju landi. Hvaða störf koma helst til greina?

Það getur borgað sig að byrja á að skoða vefgátt EURES en þar má finna störf auglýst af EURES (opinberum vinnumiðlunum EES-landanna) Best er að byrja á að setja inn starfsgrein (velja frá lista) og land (undir location). Á þessari síðu er verið að auglýsa eftir fólki frá Evrópska efnahagssvæðinu - t.d. fólki í þau störf sem ekki tekst að manna í viðkomandi landi. Einnig má finna upplýsingar um ástand á vinnumörkuðum landanna og upplýsingar um lífs- og vinnuskilyrði. Á síðunni má líka finna hafa uppi á Euresráðgjafa (Eures adviser). Það getur nefnilega komið sér afar vel að hafa samband við einn slíkan áður en haldið er utan.


Vinnumarkaður
Það er nauðsynlegt að meta líkurnar á að finna starf við hæfi í viðkomandi land.. Meðal atvinnuleysi á svæðinu er á bilinu 9-10% og fer hækkandi víðast hvar. Engu að síður vantar starfsfólk í ákveðnar atvinnugreinar í flestum löndum svæðisins. Mikil samkeppni er þ.a.l. um laus störf og að minnsta kosti jafnmiklar kröfur gerðar til umsækjenda og tíðkast hér á landi.
Tækifærin eru mörg, en það er skynsamlegt að setja sér raunhæf markmið.
Hvers konar starf viltu finna, í hvaða landi, til hve langs tíma? Hvað er sérstakt við þína starfsreynslu, hvað hefur þú fram yfir aðra umsækjendur, hvað getur aukið starfsframa þinn? Leit að starfi á Evrópska efnahagssvæðinu tekur oftast mið af starfsmenntun og reynslu og tungumálakunnáttu. Það eru mestar líkur á því að fá störf á þeim grundvelli. Margir taka einnig mið af menningu, loftslagi og lífskjörum þegar þeir standa frammi fyrir því að velja á milli landa.


Viðurkenning á námi
Þeir sem vilja starfa í öðrum EES-ríkjum geta almennt fengið próf og starfsréttindi viðurkennd eða metin. Sérstakar reglur og tilskipanir gilda um löggiltar iðngreinar og aðrar lögverndaðar greinar sem krefjast sérstakra prófa. Í fyrsta lagi eru almennar reglur um viðurkenningu á starfsmenntun sem tekur 3 ár eða lengur á háskólastigi. Í öðru lagi reglur um starfsmenntun sem tekur skemmri tíma en 3 ár. Í þriðja lagi eru sérstakar reglur um margvísleg störf m.a. heilbrigðisstéttir, arkitekta og lögmenn. Í fjórða lagi eru reglur um afmörkuð starfssvið í iðnaði, verslun og viðskiptum. EES-Vinnumiðlun veitir almennar upplýsingar um samanburð á starfsmenntun á Íslandi og í EES-ríkjunum.

Starfsreynslan þarf að vera skjalfest og þýdd til þess að atvinnurekendur erlendis taki hana alvarlega. Sama gildir um starfsmenntun, er hún viðurkennd í landinu? Skírteini og vottorð þarf að þýða. Vefsíða á vegum Menntamálaráðuneytisins veitir upplýsingar um starfsréttindi og yfirfærslu þeirra milli EES-landa. Sjá nánar á menntagatt.is

Europass er stöðluð menntunar- og starfshæfnimappa sem auðveldar gegnsæi menntunar og starfsreynslu, bæði heima og að heiman. Europass er einnig ætlað að auðvelda samhæfingu prófskírteina og viðurkenninga og þar með auðvelda samanburð menntunar og reynslu yfir landamæri í Evrópu. Sjá nánar á heimasíðu Europass á ÍslandiFréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English