Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

Atvinnuleysisbćtur og bótaréttur

Flutningur atvinnuleysisbóta og bótaréttar - upplýsingar fyrir þá sem hyggjast fara til útlanda í atvinnuleit.

Fyrir Brottför: 

Mjög mikilvægt er að taka með sér afrit eyðublaðsins E-303. Eyðublaðið fæst hjá Vinnumálastofnun, Atvinnuleysistryggingasjóði, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
Áður en farið er þarftu að fá upplýsingar hjá Atvinnuleysistryggingasjóði um áframhaldandi greiðslur þínar á meðan vottorðið E-303 gildir. Þú þarft að hafa þegið bætur samfellt í fjórar vikur fyrir brottför og ekki hafnað atvinnutilboði.
Umsóknarfrestur varðandi vottorðið er 3 vikur fyrir brottför. Gildistími E-303 vottorðsins er allt að 3 mánuðir.
Ef ekki er ætlunin að nota eyðublaðið E-303, verður þú strax að hafa samband við Atvinnuleysistryggingasjóð og tilkynna honum og vinnumiðlun að þú farir ekki utan.
Ef þú óskar eftir því að breyta brottfarardegi, verður litið á það sem umsókn um nýtt vottorð. Ef þú ætlar í atvinnuleit í öðru EES-landi er nauðsynlegt að fá metna þá starfsreynslu sem þú hefur s.l. 3 ár með því að fylla út eyðublaðið E-301/N-301 hjá Vinnumálastofnun, Atvinnuleysistryggingasjóði, hvort sem þú átt rétt á atvinnuleysisbótum hér á landi eða ekki. (sjá nánar síðar).

Skráning hjá vinnumiðlun í gistilandinu 

Þegar þú kemur til þess lands á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem þú hyggst leita að vinnu, verður þú eins fljótt og auðið er að fara á þá vinnumiðlunarskrifstofu þar sem þú býrð til þess að skrá þig sem atvinnuleitanda.
Til þess að geta þegið dagpeninga allt vottorðstímabilið, verður þú að tilkynna þig innan 7 daga frá gildistöku vottorðsins. Dagsetningin kemur fram undir lið 3 á vottorðinu. Ef þú skráir þig eftir þennan tíma þýðir það að þú getur í fyrsta lagi fengið dagpeninga frá skráningardegi.
Ef þú getur ekki skráð þig í fyrsta skipti sem þú hefur samband við hina erlendu vinnumiðlun (í EES-ríkjunum), er nauðsynlegt að fá staðfestingu frá erlendum yfirvöldum um að þú hafir leitað til vinnumiðlunar til þess að skrá þig.
Ef vandamál koma upp varðandi greiðslu dagpeninga, verður þú að nota þá möguleika til kvörtunar sem fyrir hendi eru í gistilandinu á atvinnuleitartímabilinu. Atvinnuleysistryggingasjóður getur ekki meðhöndlað kvartanir vegna ákvarðana sem teknar eru í öðrum EES-ríkjum, og Atvinnuleysistryggingasjóður getur ekki borgað eftir á dagpeninga sem atvinnuleitandinn telur sig eiga rétt á í því landi sem hann leitar að atvinnu. Í sumum EES-ríkjum getur liðið nokkur tími áður en dagpeningar verða greiddir.

Hvers konar greiðslu færðu?

Yfirvöld í öðru EES-ríki greiða íslenska dagpeninga á vottorðatímabilinu. Umsækjandi verður að fara eftir þeim reglum í því landi sem hann dvelst í. Erlendu yfirvöldin meta einnig hvort viðkomandi atvinnuleitandi er virkur atvinnuleitandi á vinnumarkaðinum.
Þar sem hér er um íslenska dagpeninga að ræða sem greiddir eru í öðru EES-ríki þar sem þú ert í atvinnuleitleit færðu sömu dagpeningaupphæð og ef þú hefðir verið áfram í atvinnuleit á Íslandi.
Atvinnuleysistryggingasjóður sér einungis um að erlend yfirvöld greiði nettódagpeninga, þ.e.a.s. brúttódagpeninga þína mínus skatta. Atvinnuleysistryggingasjóður sér til þess að staðgreiðsla sé innt af hendi til skattyfirvalda skv. þeim upplýsingum sem þú hefur gefið Atvinnuleysistryggingasjóði.
Umreikningur íslenskra dagpeninga til gjaldmiðils annars EES-ríkis er skv. því gengi sem ákveðið er af Evrópusambandinu.

Ef þú færð ekki vinnu í öðru EES-ríki

Tímabilið sem þú færð dagpeninga í EES-ríkinu er ekki hægt að framlengja.
Þú verður að muna eftir því að afskrá þig frá vinnumiðluninni í öðru EES-ríki áður en þú kemur aftur til Íslands. Auk þess þarftu að láta fylla út E-303/5 fyrir heimkomu.
Þú getur ávallt farið til Íslands á miðju vottorðatímabilinu, og þú færð rétt til dagpeninga frá þeim degi þegar þú hefur tilkynnt þig hjá vinnumiðlun á Íslandi ef skilyrðin eru að öðru leyti uppfyllt.
Til þess að geta fengið aftur rétt til dagpeninga á Íslandi verður þú að koma á vinnumiðlun á Íslandi áður en vottorðstíminn rennur út. Í tölulið 4 á vottorðinu getur þú séð hvenær í síðasta lagi þú verður að vera skráður hjá vinnumiðlun. Ef þessi dagur er laugardagur, sunnudagur eða helgidagur, getur þú skráð þig hjá vinnumiðluninni næsta virkan dag. Þú hefur þess vegna ekki 7 daga eftir gildistíma vottorðsins til þess að skrá þig eftir komu til Íslands - eins og við brottför -. Þú getur ekki fengið dagpeninga fyrir þann eða þá daga sem fara í ferðalag til Íslands, þar sem þú ert hvorki virkur atvinnuleitandi á Íslandi eða né í öðru EES-ríki.
Afleiðing þess að þú skráir þig ekki hjá vinnumiðlun á Íslandi, áður en gildistími vottorðsins rennur út, er að þú missir rétt til dagpeninga, þegar þú kemur aftur til Íslands. Þú getur fyrst fengið dagpeninga þegar þú hefur unnið á Íslandi í minnst 10 vikur m.v. fulla atvinnu og hlutfallslega í hlutavinnu eftir heimkomu.
Atvinnuleysistryggingasjóður getur í sérstökum tilfellum framlengt frestinn fyrir komu aftur til Íslands. Atvinnuleysistryggingasjóður getur t.d. leyft að þú skráir þig eftir að vottorðið rennur út, ef þú getur sannreynt að þú farir í viðtal vegna atvinnuumsóknar í öðru ríki. Komu til Íslands getur einnig verið frestað ef þú getur sýnt fram á, að þú hafir verið forfallaður sökum lasleika, en þá þarf að sýna staðfestingu þess efnis (læknisvottorð). Þú verður að sækja um undanþágu áður en vottorðið rennur út. Þú getur samt sem áður ekki verið á dagpeningum í útlöndum eftir að vottorðstíminn rennur út.
Frestur fyrir komu aftur til Íslands verður ekki byggður á því að þú ættir að vera í öðru EES-ríki fram yfir vottorðstímann í þeim tilgangi að bíða eftir dagpeningagreiðslu eða möguleikum á ferð aftur til Íslands.
Þú átt heldur ekki rétt á dagpeningum, þegar þú kemur til Íslands, ef þú heldur frí í öðru EES-ríki í framhaldi af vottorðatímabilinu.

Helstu skilyrði fyrir útgáfu vottorðs E-303 eru eftirfarandi:

  • Ríkisborgararéttur í EES-ríki.
  • Réttur til atvinnuleysisbóta á Íslandi við brottför.
  • Umsækjandi hafi þegið atvinnuleysisbætur samfellt í fjórar vikur fyrir brottfarardag.
  • Samfelld skráning hjá vinnumiðlun síðustu fjórar vikur fyrir brottfarardag.
  • Umsækjandi sé algjörlega atvinnulaus.
  • Umsækjandi hafi gefið kost á sér í vinnu í 4 vikur fyrir brottfarardag.
  • Umsækjandi ætli í virka atvinnuleit erlendis.
  • Umsóknarfrestur er 3 vikur fyrir brottfarardag.

Ef þú færð vinnu í öðru EES-ríki

Þú getur ekki verið tryggður áfram á Íslandi ef þú færð atvinnu í öðru EES-ríki. Það er mjög nauðsynlegt að það komist regla á atvinnuleysistryggingamál þín þar sem það hefur þýðingu fyrir rétt þinn á dagpeningum við komu aftur til Íslands.
Þá starfsreynslu sem þú ávinnur þér í öðru EES-ríki með því að vera áfram tryggður þar ásamt því að vera í starfi, getur þú flutt til Íslands, ef erlend yfirvöld staðfesta tryggingar- og starfstímabilin á eyðublaðinu E 301/N 301. Þú getur snúið þér til viðkomandi atvinnuleysistryggingayfirvalda, áður en þú ferð til Íslands, og beðið þau um eyðublaðið E-301/N-301. Ef það gefst ekki tími til þess áður en þú ferð til Íslands getur Atvinnuleysistryggingasjóður aðstoðað þig við að ná í eyðublaðið þegar þú ert komin(n) til Íslands.
Ef þú færð hlutastarf á vottorðatímabilinu, eiga viðkomandi atvinnuleysistryggingayfirvöld í öðru EES-ríki að spyrja Atvinnuleysistryggingasjóð, hvort þú getir fengið útborgað auka dagpeninga á vottorðstímabilinu samtímis hlutastarfinu.

Ef þú verður atvinnulaus í öðru EES-ríki eftir að hafa starfað

Ef þú ætlar í atvinnuleit í öðru EES-ríki en uppfyllir ekki skilyrðin fyrir því að eiga rétt á atvinnuleysisbótum, getur þú yfirfært þá starfsreynslu, sem þú hefur áunnið þér á Íslandi en til þess er nauðsynlegt að fylla út eyðublaðið E-301/N-301 (sjá ,,Fyrir brottför").
Til þess að geta reiknað með trygginga- og starfstímabilum á Íslandi, verður þú að hafa tímabilin staðfest á eyðublaðinu E-301/N-301. Þú getur fengið vottorðið með því að snúa þér til Atvinnuleysistryggingasjóðs, en mundu eftir því að þú hefur fyrst not fyrir vottorðið, ef þú verður atvinnulaus, eftir að þú hefur verið í starfi og einungis, ef þú óskar eftir því að dvelja áfram í öðru EES-ríki.


Atvinna erlendis
Vinnumálastofnun
Sumarvinna á Norđurlöndunum
Nám erlendis
Hallo Norden
Norrćn vefgátt um almannatryggingar
Nordisk eTax - Norrćn skattamál
Europass - ferilsskrá

Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English