Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

Gátlistar
Að hverju þarf að huga við flutning frá Íslandi til annars Norðurlands

1. Lögheimilisskráning fer eftir norænum samningi um skráningu í þjóðskrá. Til að flytja lögheimili sitt þarf að snúa sér til þess sem sér um manntalsskráningu í því landi sem flutt er til. Í Danmörku eru það kommúnurnar, í Svíþjóð og Noregi eru það skattayfirvöld og í Finnlandi eru það Magistraterna. Við skráningu er þér úthlutað kennitölu.

2. Við flutning til baka til Íslands, þarf að muna að taka með sér vottorðið E-104 frá Tryggingastofnun þess lands sem verið er að flytja frá. Þetta vottorð er farið með til Tryggingastofnunar strax eftir komuna til landsins, til að sleppa við sex mánaða biðtíma inn í almannatryggingakerfið á Íslandi.

3. Nauðsynlegt er að hafa með sér nægt fjármagn til að framfleyta sér fyrstu vikurnar eða mánuðina. Þeir sem ætla að leigja þurf að hafa með sér nægt fé til að greiða tryggingu af húsnæði. Hafa ber í huga að stundum tekur tíma að afgreiða umsóknir til dæmis um húsaleigubætur. Þannig borgar sig að gera ráð fyrir að geta greitt leigu fyrstu tvo mánuðina án þess að fá húsaleigubætur.

4. Ef þú átt von á greiðslum úr almannatryggingunum þarftu að hafa samband við Tryggingastofnun áður en þú flytur. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem fá örorku- eða ellilífeyri.Mundu að þú þarft að skila inn skattframtali á Íslandi vegna lífeyrisgreiðslna, en best er að ræða um það við Tryggingastofnun áður en þú ferð.

5. Barnabætur á Íslandi eru greiddar út af skattayfirvöldum en ekki Tryggingastofnunum eins og á hinum Norðurlöndunum. Sé þess þörf má nálgast barnabótavottorð hjá Ríkisskattstjóra sem segir til um að réttur til barnabóta á Íslandi sé ekki lengur til staðar. Aðeins er hægt að fá vottorðið eftir flutning. Vottorðið er farið með til Tryggingastofnunnar í því landi sem þú ert að flytja til, en það getur flýtt fyrir að greiðslur barnabóta hefjist í nýja landinu.

6. Barnshafandi konur ættu að kynna sér vel reglur um fæðingarorlof áður en ákvörðun um flutning er tekin, þar sem það getur skipt miklu máli hvar barnið er fætt og eins þarf að hlíta nákvæmum reglum ef flytja á réttindi til fæðingarorlofs milli landa.

7. Þeir sem flytja út til að fara í nám ættu að skoða möguleikann á skattalegri heimilisfesti. Þetta hentar til dæmis þeim sem koma til Íslands á sumrin til að vinna. Ríkisskattstjóri veitir nánari upplýsingar um skattalega heimilisfesti.

8. Nauðsynlegt er að kynna sér tollareglur vel ef flytja á búslóð eða bíl með sér til hinna Norðurlandanna. Skráningargjöld ökutækja og kostnaður við flutning eru oft há og því þarf að skoða málið vel og reikna út hvort það borgi sig að taka ökutæki með.

9. Sértu að flytja utan til að vinna, er gott að hafa samband við Vinnumálastofnun með minnst þriggja vikna fyrirvara til að athuga með réttindi þín og jafnvel fá með þér vottorðið E-301 sem styttir þér biðina eftir atvinnuleysisbótum við atvinnumissi. Til þess að geta fengið E-301 verður þú að leggja fram vinnuvottorð frá vinnuveitendum þínum s.l. 3 ár. Það getur eins borgað sig að ræða við verkalýðsfélagið þitt og fá hjá þeim vottorð sem sýnir áunnin réttindi þín hjá þeim. Það er mikilvægt að þú kynnir þér vel hvernig þú þarft að bera þig að þegar út er komið svo þú missir ekki réttindi þín. Nánari upplýsingar fást hjá Vinnumálastofnun.

10. Ef þú ert atvinnulaus og hefur þegið atvinnuleysisbætur hér á landi í minnst 4 vikur, átt þú rétt á að taka bæturnar með þér við flutning til annars Norðurlands. Það er gert með vottorðinu E-303, sem þú færð hjá Vinnumálastofnun, sjá nánar sömu leiðbeiningar og með E-301 hér að ofan. Bótunum getur þú haldið í allt að 3 mánuði á meðan þú leitar þér að vinnu.

11. Gott getur verið að hafa samband við bankann þinn áður en þú flytur t.d. til að loka reikningum, breyta heimilisfangi á reikningum eða ganga frá lánum. Eins getur hjálpað að hafa með bréf eða eins konar meðmæli frá bankanum um að þú staðið í skilum.

12. Ráðlagt getur verið að hafa samband við lækna og fá læknabréf á Norðurlandamáli eða ensku ef þú þjáist af undirliggjandi sjúkdómum og lyfseðil fyrir nauðsynlegum lyfjum til að hafa fyrstu vikurnar í nýju landi.

13. Þú ættir að hafa samband við það tryggingafélagið þitt og segja upp þeim tryggingum sem þú ætlar ekki að halda eftir. Einnig að fá hjá þeim vottorð um þann bónus sem þú hafðir á bílatryggingum hér heima, en það gæti gefið þér rétt úti ef þú tryggir bíl þar.

14. Mundu að segja upp áskriftum að sjónvarpi, líkamsrækt, síma og öðru þess háttar.

15. Taktu með þér mikilvæg skjöl og pappíra. Til dæmis meðmælabréf, prófskírteini, heilsufarsbók barna og mögulega hjónavígsluvottorð og fæðingavottorð fjölskyldumeðlima.

16. Þú ættir að hafa samband við Póstinn og tilkynna breytingu á heimilisfangi, annaðhvort á www.postur.is eða í næsta pósthúsi.Að hverju ber að huga fyrir flutning til annars Evrópuríkis

1. Ef þú ætlar að búa erlendis lengur en 6 mánuði, þarft þú skv. lögum að flytja lögheimili þitt út.

2. Þegar/ef þú flytur tilbaka til Íslands, þarft þú að muna að taka með þér vottorðið E-104 frá Tryggingastofnun þess lands sem þú ert að flytja frá. Þetta vottorð ferð þú með til Tryggingastofnunnar ríkisins strax eftir komuna til landsins, og sleppur þar með við 6 mánaða biðtíma inn í almannatryggingarnar.

3. Ef þú átt von á greiðslum úr almannatryggingunum þarft þú að hafa samband við Tryggingastofnun ríkisins áður en þú flytur. Þetta á ekki síst við um þá sem fá örorkubætur eða ellilífeyri. Mundu að þú þarft að skila inn skattframtali á Íslandi vegna bótanna, en best er að ræða um það við Tryggingastofnun áður en þú ferð.

4. Barnabætur á Íslandi eru greiddar út af skattayfirvöldum en ekki Tryggingastofnunum eins og á hinum Norðurlöndunum. Ef þú átt börn, ættir þú að hafa samband við alþjóðasvið Ríkisskattstjóra þegar búið er að skrá þig út úr landinu og biðja um vottorð þar sem fram kemur hvenær greiðslur barnabóta stöðvast hér á landi. Ath. ekki er hægt að fá vottorð fram í tímann! Vottorðið ferð þú síðan með til Tryggingastofnunnar í því landi sem þú ert að flytja til, en það flýtir fyrir að greiðslur barnabóta hefjist í nýja landinu.

5. Barnshafandi foreldrar ættu að kynna sér vel reglur um fæðingarorlof áður en ákvörðun um flutning er tekin, þar sem það getur skipt miklu máli hvar barnið er fætt.

6. Ef þú flytur erlendis vegna náms, ættir þú að hafa samband við embætti Ríkisskattstjóra og athuga hvort þú átt ekki rétt á því sem kallað er "skattaleg heimilisfesti". Því fylgja mörg sömu réttindi og þú hefur sem búsettur á Íslandi, m.a. réttur til fulls persónufrádráttar allt árið, vaxtabætur o.fl. Til að öðlast skattalega heimilisfesti verður þú m.a. að telja fram hér á landi og láta fylgja með framtalinu vottorð frá skóla og skattyfirvöldum í því landi sem þú stundar nám í auk vottorðs um barnabætur í námslandinu ef þú ert með börn. Auk þess átt þú rétt á sérstöku skírteini frá Tryggingastofnun ríkisins til að nota ef þú kemur heim um t.d. vegna sumarvinnu. Framvísa þarf vottorði frá skóla þegar sótt er um skírteinið. Skírteinið veitir þér rétt til sömu læknisþjónustu og værir þú búsettur á Íslandi.

7. Ef þú ætlar að fara með búslóð eða bíl með þér þegar þú flytur til annars Evrópulands er ágæt regla að hafa tímanlega samband við Tollstjórann í Reykjavík og athuga hvaða reglur og fyrirmæli séu í gildi vegna slíkra flutninga. Athugið að skráningargjöld og virðisaukaskattur af innfluttum bílum geta verið afar há í sumum evrópulöndum. Einnig er gott að hafa samband við Eimskip, Samskip eða önnur flutningafyrirtæki og óska eftir verðtilboði vegna flutningsins. Athugaðu að ef þú ætlar að vera með eigin gám og setja búslóð þína í hann sjálfur, þarft þú að fá sérstakan farmverndarfulltrúa til að innsigla gáminn.

8. Sért þú að flytja erlendis til að vinna, er gott að hafa samband við Vinnumálastofnun með minnst 3 vikna fyrirvara til að athuga með réttindi þín og jafnvel fá með þér vottorðið E-301 sem veiti þér aukin bótarétt við atvinnumissir. Til þess að geta fengið E-301 verður þú að leggja fram vinnuvottorð frá vinnuveitendum þínum s.l. 2 ár. Einnig skaltu ræða við verkalýðsfélagið þitt og fá hjá þeim vottorð sem sýnir áunnin réttindi þín hjá þeim. Það er mikilvægt að þú kynnir þér vel hvernig þú þarft að bera þig að þegar út er komið svo þú missir ekki réttindi þín.

9. Ef þú ert atvinnulaus og hefur þegið atvinnuleysisbætur hér á landi í minnst 4 vikur, átt þú rétt á að taka bæturnar með þér við flutning til annars Norðurlands. Það er gert með vottorðinu E-303, sem þú færð hjá Vinnumálastofnun, sjá nánar sömu leiðbeiningar og með E-301 hér að ofan. Bótunum getur þú haldið í allt að 3 mánuði á meðan þú leitar þér að vinnu.

10. Þú ættir að hafa samband við bankann þinn áður en þú flytur t.d. til að loka reikningum, breyta heimilisfangi á reikningum eða ganga frá lánum. Einnig t.d. tannlæknirinn þinn og aðra sem þú heimsækir reglubundið.

11. Þú ættir að hafa samband við það tryggingafélagið þitt og segja upp þeim tryggingum sem þú ætlar ekki að halda eftir. Einnig að fá hjá þeim vottorð um þann bónus sem þú hafðir á bílatryggingum hér heima, en það gæti gefið þér rétt úti ef þú tryggir bíl þar.

12. Þú ættir að fara yfir allar áskriftir og aðrar skuldbindingar ef þú þyrftir að segja þeim upp eða breyta einhverju vegna flutningsins. Mundu einnig að taka með þér mikilvæga pappíra fyrir þig og fjölskyldu þína, svo sem ljósrit af einkunum og meðmælabréfum, hjónavígsluvottorð, fæðingarvottorð, heilsufarsbók barnanna, vottorð vegna nauðsynlegar lyfja ef um slíkt er að ræða og annað álíka.

Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English