Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

Laus störf

10.1.2011

Efnavinnsluverkfrćđingur

Boliden

Ath: Við höfum ekki áhuga á sölumennsku!

Vinnuveitandi: Boliden
Veffang: www.boliden.com
Tengiliður: Maria Mørseth, ráðgjafi, +47 936 45 679

Vinnustaður: Odda, Hörðalandi, Noregi

Um fyrirtækið: Boliden er eitt af leiðandi fyrirtækjum Evrópu á sviði námuvinnslu og reksturs málmbræðslna með verksmiðjur í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Írlandi. Helstu framleiðsluvörur Boliden eru sínk, blý ásamt gulli og silfri. Önnur mikilvæg starfssvið eru málmleit og endurvinnsla málma. Fyrirtækið er með um 4.500 starfsmenn og veltu upp á 20 milljarða sænskra króna. Hlutabréf eru skráð á O-lista kauphallarinnar í Stokkhólmi og í kauphöllinni í Toronto, Kanada. Boliden Odda AS er hluti af málmbræðsludeild fyrirtækisins og eru helstu afurðirnar sínk og álflúoríð fyrir markaði á Norðurlöndum, Bretlandi og víðar í Evrópu. Eftir fjárfestingar upp á 1 milljarð króna á síðustu árum, erum við nú með verksmiðjur af nýjustu gerð. Við erum að hefja nýtt átakstímabil með það markmið að endurbæta vinnuferli okkar enn frekar ásamt því að undirbúa frekari þróun.

www.boliden.no

Odda er með gott úrval af skólum og heilsdags leikskóla. Staðsetningin er mjög ákjósanleg og er Harðangursþjóðgarðurinn til austurs, Folgefonna þjóðgarðurinn til vesturs, Harðangursfjörðurinn sjálfur til norðurs og árvissasta skíðaparadís Noregs, Röldalur, í suðri. Odda býður því upp á frábæra útivistarmöguleika, stórfengleg náttúrufyrirbæri og spennandi sögu.

Nánari upplýsingar um Odda: www.opplevodda.com

Upplýsingar um stöðuna: Við erum að efla efnavinnslusvið okkar og leitum að 5 efnavinnsluverkfræðingum. Til greina kemur að ráða í stöðurnar bæði umsækjendur með reynslu sem hafa í huga að leggja sitt af mörkum til frekari þróunar hjá okkur, og einnig nýútskrifaða umsækjendur sem vilja bæta enn við hæfni sína. Efnavinnsluverkfræðingar starfa við greiningu og rannsóknir, þróun efnavinnsluferla, verkefnastjórn og verkefni sem tengjast umhverfismálum.

Hjá okkur öðlast þú möguleika á að vinna með margvísleg vandamál í tengslum við efnavinnslu, á sviðum ólífrænnar efnafræði, málmbræðslu og vinnslu.

Verkefni:
• Þróun á efnavinnsluferlum
• Verkefnastjórn og verkefnaeftirlit
• Greining og rannsóknir
• Vinna við lausn umhverfistengdra vandamála
• Tæknileg aðstoð við fyrirtæki og verkefni
• Þátttaka í samstarfshópum innan Boliden-samsteypunnar
• Vinna að þróunarverkefnum fyrirtækisins á sviði efnavinnslu
• Samvinna við tækniháskóla og háskóla

Kröfur:

Menntun
• Umsækjendur um stöðurnar geta verið bæði þeir verkfræðingar sem eru með starfsreynslu eða nýútskrifaðir verkfræðingar. Umsækjandinn þarf að hafa gott vald á sænsku, norsku eða dönsku.

Menntunarstig
• Tækniháskóli /háskóli, aðalgrein /meistarapróf. Tækni /verkfræðigrein.

Persónulegir hæfileikar
• Færni og vilji til að starfa með öðrum og miðla þekkingu
• Frumkvæði og skipulag
• Geta sinnt ábyrgðarhlutverki
• Góðir samskiptahæfileikar
• Greiningarhæfni og marksækni

Við bjóðum:
• Góð kjör
• Möguleika á þróun á margvíslegum sviðum efnaframleiðsluverkefna
• Vinnuumhverfi með víðsýni og góða samstarfshætti
• Möguleika á frama innan alþjóðlegs fyrirtækis
• Aðstoð við útvegun húsnæðis

Umsóknir sendist á: http://www.adecco.no/Tools/Pages/WSKjobViewer.aspx?jobId=-432516&navCtx=/jobbogkarriere/finnogsokjobb/pages/default.aspx&layout=Normal&backUrl=/JobbOgKarriere/FinnOgSokJobb/Pages/default.aspx

Vinnutími: Fastráðning, fullt starf

Síðasti umsóknardagur: 31.01.11

Nánari upplýsingar veitir: Maria Mørseth, ráðgjafi, +47 936 45 679

 


Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English