Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

Laus störf

5.10.2012

Verkfrćđingur (Siv. Ing/MSc) á sviđi vélaverkfrćđi

Storvik er fyrirtæki í fararbroddi á sviði málmsmíði og véltækni og býður margháttaða þjónustu, vörur og verkefni sem ætluð eru alþjóðlegum áliðnaði, olíu- og gasiðnaði og vatnsorku. Við höfum aflað okkur umtalsverðrar reynslu á sviði viðhalds og breytinga (V & M) og í véltækni með nánu samstarfi við þessar starfsgreinar.

Helstu markaðssvæði okkar eru Noregur, Ísland, Spánn, Austurlönd nær og Rússland. Höfuðstöðvar Storvik AS eru í Sunndalsøra og dótturfyrirtæki þess er að finna í Tékklandi/Prag. Hjá okkur starfa 65 manns og veltan á árinu 2011 var 127 milljónir NOK.

Storvik AS vex nú mjög hratt og við stefnum að því að efla starfsemi okkar á alþjóðavísu á næstu árum. Þar af leiðandi leitum við að tveimur nýjum lykilstarfsmönnum:

Verkfræðingur (Siv. Ing/MSc) á sviði vélaverkfræði

Verkefni:

• Þróun, smíði/teikningar fyrir ál-, olíu- og gasiðnað og annan úrvinnsluiðnað, 2D og 3D

• Að vinna burðarþolsútreikninga og FEM-greiningar fyrir viðskiptavini, auk annarra verkefna innan fyrirtækisins

• Samstarf með bygginga- og smíðateymi fyrirtækisins

• Tæknileg eftirfylgni gagnvart undirverktökum erlendis

Kröfur um menntun og starfsreynslu:

• MSc í vélaverkfræði /mechanical engineering

• Reynsla af smíði, FEM-greiningu /burðarþolsútreikningum. Reynsla af AutoCad, Inventor.

• Þekking á úrvinnsluiðnaði, ekki síst áli, er nauðsynleg

• Mjög góð enskukunnátta, bæði skrifleg og munnleg

Verkefnisstjóri ál

Verkefni:

• Að vinna tilboð og útreikninga og vinna verkefni fyrir áliðnaðinn, bæði heima og erlendis

• Að selja lausnir okkar og verkefni til álfyrirtækja, bæði heima og erlendis

• Ferðalög heima og erlendis; eftirfylgni gagnvart viðskiptavinum og undirverktökum

Kröfur um menntun og starfsreynslu:

• Verkfræðingur (Siv. Ing/Master) í viðeigandi greinum. Umsækjendur með BC-próf og viðeigandi reynslu koma líka til álita

• Reynsla af verkefnastjórnun og áliðnaði er nauðsynleg

• Mjög góð enskukunnátta, bæði skrifleg og munnleg

Við bjóðum:

• Samkeppnishæf norsk laun og kjör

• Áreiðanlegar og skipulagðar starfsaðstæður í áreiðanlegu norsku fyrirtæki

• Stuðning við að útvega húsnæði

Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir Ola Ulvund framkvæmdastjóri í síma +47 920 27 000, netfang: ola.ulvund@storvik.no, veffang: www.storvik.no


Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English