Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

Laus störf

15.5.2014

Auglýsum eftir hjúkrunarfrćđingum á Réttargeđdeildin í Säter

Lýsing á vinnustað

Skjólstæðingar réttargeðdeildarinnar í Säter eru frá öllu landinu,  Skjólstæðingarnir  eru aðallega þeir sem dæmdir eru til vistar á réttargeðdeild samkvæmt lögum (meðallengd vistunartíma er 5 ár) en einnig er tekið á móti einstaklingum sem dæmdir eru í fangelsi en veikjast á meðan á vistartíma stendur.

Markmið okkar er að bjóða uppá faglega hjúkrun þar sem ummönnun og samfélagsleg meðferð er höfð að leiðarljósi.

Stefna okkar er = „Trygg ummönnun og bati í öruggu umhverfi“

Starfslýsing:

Við leitum eftir starfsmanni sem hefur áhuga á því að þroskast í starfi og hefur mannúðlega og heildræna sín á starf sitt .

Sem hjúkrunarfræðingur þarftu að vera tilbúin til þess að stjórna öllu ummönnunarstarfi í kringum þinn skjólstæðing. Í vinnu þinni ertu tengiliður í þverfaglegu teymi og þarft að bera ábyrgð á ummönnunarskipulagningu, hjúkrunarskrám og þróun ummönnunarstarfsins.

Viðkomandi hjúkrunarfræðingur þarf að hafa áhuga á geðsviði og kunna vel við fjölbreytta vinnudaga. Ef svo er þá passar þú vel inná þennan vinnustað. Viðkomandi þarf einnig að vera skipulagður og hafa getu til þess að taka snöggar  ákvarðanir þegar ástand skjólstæðings  breytist snöggt. Viðkomandi þarf einnig að vera öruggur teymisstjórnandi , geta útdeilt verkefnum til annarra starfsmanna eftir þörfum . Síðast en ekki síst þarf viðkomandi að hafa faglega nálgun í vinnu sinni, bæði til skjólstæðinga og samstarfsfólks.

Skýr og góð samskipti eru mikilvæg og er þess vegna krafa um góða sænsku kunnáttu bæði í töluðu máli og skrifuðu. Við ráðningu er farið eftir persónulegri  hæfni.

 Við bjóðum uppá starfsþjálfun og handleiðslu sem passar hverjum og einum.  Einnig gefst fólki kostur á því að þróast og þroskast í starfi t.d. að sækja áframhaldandi nám og að vinna í innlendum og alþjóðlegum verkefnum. Einnig gefst kostur á því að vinna með þróun og auka gæði vinnustaðarins.  Kostur er ef viðkomandi hefur starfað á réttargeðdeild eða öðrum geðdeildum.

Starfshlutfall:

100% eða eftir samkomulagi.

Möguleiki á sveigjanlegum vinnutíma.

Hjúkrunarfræðingar eiga rétt á sérstakri launauppbót sem bætist ofan á umsamin laun.

Umsókn:

Umsóknarfrestur er til: 13-06-2014

Sendið umsóknina á deildarstjórana og ef það eru einhverjar spurningar endilega hafa samband.

Upplýsingar gefur:

Tom Fellman Deildarstjóri deild 30/31 Sími: 0046225-494328 eða 004670-2595096 tomjohan.fellman@ltdalarna.se

Eleonore Persson Deildarstjóri deild 34/35 Sími: 004676-140 22 40 eleonore.persson@ltdalarna.se

Stefan Hast Deildarstjóri deild 32/36 Sími: 0046225-494 324 stefan.hast@ltdalarna.se

 

Stéttarfélag:

 Heilbrigðissambandið: info.dalarna@vardforbundet.se

 


Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English