Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

Laus störf

3.12.2015

Leiđbeinandi / fararstjóri (sumarstarf)

Um okkur

Nazar sérhæfir sig í 4 og 5 stjörnu lúxushótelum með allt innifalið fyrir fjölskylduna. Hjá Nazar eru allir starfsmenn Dream Providers og við hikum ekki við að ganga skrefinu lengra fyrir gestina okkar.

Aðalskrifstofan er staðsett í Malmö og þaðan eru skipulagðar lúxusferðir frá öllum Norðurlöndunum til Tyrklands. Nazar er hluti af norrænu ferðafélagi ásamt Fritidsresor í Svíþjóð, Star Tour í Danmörku og Noregi, Finnmatkat í Finnlandi, TEMA, WonderCruises og flugfélaginu TUIfly Nordic. Félagið tilheyrir heimsins stærstu ferðasamsteypu, TUI Travel Plc. TUI Travel Plc er með 30 milljónir viðskiptavina á ári, 54.000 starfsmenn og býður upp á ferðir frá 31 landi.

 

Um starfið
Að vera ”Nazar Dream Provider” er besta starf í heimi! Okkar markmið er alltaf að ganga einu skrefi lengra fyrir gesti okkar, stóra sem smáa, og að bjóða upp á persónulega þjónustu sem fyllir sumarfríið frábærum minningum. Ert þú manneskjan sem hefur gaman af því að vinna með börnum eða við þjónustu þá gætir það verið þú sem við leitum að. 

Leiðbeinandi
Vilt þú vera næsti Kapteinn Nemo í sjóræningjaklúbbi Nazar? Vilt þú dansa með á minidiskó á kvöldin? Viltu kenna börnum að synda? Þá er starfið sem leiðbeinandi það rétta fyrir þig. Í barna- og unglingaklúbbum Nazar eru engir tveir dagar eins. Hver afþreyingin tekur við af fætur annarri eins og til dæmis sjóræningjaleikir, föndur, minidiskó, sundskóli, dans og unglingaafslöppun

Fararstjóri
Dreymir þig um að bjóða gesti velkomna í sólríkt sumarfrí? Finnst þér gaman þegar mikið er um að vera og hver einasti dagur felur eitthvað nýtt í skauti sér? Hefur þú ríka þjónustulund og ertu góð/ur í að leysa vandamál? Að vinna sem fararstjóri hjá Nazar felur í sér margvísleg verkefni. Á verkafnalistanum getur verið allt frá því að taka á móti gestum okkar á flugvellinum, selja og leiða spennandi skoðunarferðir, aðstoða gesti á hótelunum eða í gegnum síma frá þjónustuveri ásamt einhver skrifstofustörf. 


Hver ert þú?
Að vera Nazar Dream Provider gerir kröfu um að þú sért sveigjanleg/ur, opin fyrir mikilli vinnu og að þú getir haldið jákvæðu viðmóti meira segja í stressandi aðstöðu. Það er mikilvægt að geta unnið vel í hópi þar sem stór hluti vinnunnar er hópavinna. Fyrir okkur er mikilvægt að fararstjórar okkar séu þroskaðir, ábyrgðarfullir og séu félagslyndir.

Fyrir okkur er mikilvægt að fararstjórar okkar séu þroskaðir, ábyrgðarfullir og séu félagslyndir.
Skilyrði er að þú hafir að minnsta kosti eins árs reynslu eða menntun innan þjónustu, ferðamannaiðnaðarins eða með umsjón barna. Enska er skilyrði. Það er kostur ef þú talar fleiri en eitt norðurlandamál. Skilyrði er að viðkomandi sé með bílpróf.Við bjóðum
Við bjóðum upp á skemmtilegan og aðlaðandi vinnustað í nýju spennandi landi og frábæra möguleika á að þróast í starfi innan fyrirtækisins. Allir nýjir Dream Providers byrja tímabilið á að fara á sérstakt leiðbeinendanámskeið Nazar.


Nánari upplýsingar
Ráðningarferlið er í höndum Nazar, en ráðningarsamningurinn verður hjá nánum samstarfsaðilla. 
Ráðningarferlið hefst strax, svo ekki bíða með að senda inn umsókn!

Vinsamlegast sendið ferilskrá og umsókn á ensku!

PLEASE SEND YOUR CV AND LETTER IN ENGLISH.

SÆKIÐ UM HÉR https://fritid.recruitmentplatform.com/nazar-external/UK/details.html?id=PV0FK026203F3VBQB797VV7XN&nPostingID=581&nPostingTargetID=1055&mask=nazar&lg=UK


Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English