Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

Leiđbeiningar viđ atvinnuleit

Hvaða þarf ég að hugleiða áður atvinnuleitin hefst?
Búseta og vinna í öðru Evrópulandi getur valdið ýmsum hindrunum, svo sem að aðlagast nýrri menningu, vinna á erlendu tungumáli og kynnast framandi skatt- og almannatryggingakerfum. Best getur þú undirbúið þig með því að vera vel upplýst(ur) um það land sem þú velur. Persónulegir eiginleikar þínir og einbeitni eiga einnig sinn þátt í að finna starf, svo og auðvitað menntun þín og hæfi og kunnátta í erlendu tungumáli.
Áður en þú hefur leit að starfi er mikilvægt gera sér grein fyrir því að það er ekki endilega auðveldara að finna starf erlendis en í þínu heimalandi (heildarhlutfall atvinnuleysis í Evrópusambandinu er enn hátt). Engu að síður geta sumir geirar evrópska vinnumarkaðarins boðið upp á umtalsverð tækifæri, svo sem ferðamannageirinn og þjónustugeirinn (fjármálaþjónusta, rekstrarráðgjöf, byggingargeirinn, UT-geirinn og sumir hlutar heilbrigðisgeirans) og eins árstíðabundin vinna við landbúnað. Þú ættir einnig að muna að það er umtalsverður munur á atvinnutækifærum milli svæða á Evrópska efnahagssvæðinu og að aðstæður geta breyst mjög snöggt.

Hvernig er best að haga leitinni?
Til að hjálpa til við að finna vinnu áður en lagt er af stað ættir þú að:
Heimsækja EURES vefsíðuna um frjálst flæði vinnuafls, þar sem þú finnur lausar stöður, upplýsingar um lífs- og starfsskilyrði, upplýsingar um vinnumarkaðinn, ásamt krækjum að öðrum gagnlegum upplýsingum. Þar getur þú einnig gert ferilskrána þína tiltæka hugsanlegum vinnuveitendum um alla Evrópu.
-Hafa samband við vinnumiðlun staðarins eða svæðisins vegna ráðlegginga. Þar gæti verið EURES ráðgjafi sem getur veitt þér persónulegri ráð. Hann/hún getur athugað boð um störf í EURES kerfinu og hjá EURES ráðgjöfum í því landi sem þú stefnir á að fara til.
- Athugað auglýsingar um laus störf í dagblöðum „gestgjafa" landsins (stærri almenningsbókasöfn fá þau oftast send reglulega). Mundu að mörg sérhæfð tímarit auglýsa laus störf á sérstökum sérfræðisviðum.
- Hafa samband við opinbera vinnumiðlun gestgjafalandins, sem ætti að geta ráðlagt þér. Mundu að sem þegn EES hefur þú sömu réttindi í öðru aðildarríki og sjálfir borgarar þess ríkis. Biddu um að fá að tala við EURES ráðgjafa sem hefur reynslu af að hjálpa erlendum ríkisborgurum. 

Ýmsar leiðir til að finna starf
Mundu að algengasta leiðin til að fá upplýsingar um laus störf er í gegnum opinbera vinnumiðlun.
Hins vegar er það þess virði að reyna eftirfarandi:
- Í mörgum aðildarríkjum eru einkaaðilar sem leggja sig sérstaklega eftir að finna tímabundna vinnu. Þú ættir að athuga hvort þeir rukka fyrir þjónustu sína og komast fyrirfram að eðli ráðningarsamninga þeirra.
- Einkareknar ráðningarskrifstofur eru einnig til, en þær beina sjónum sínum venjulega að störfum á stjórnunarstigi, eða sérstökum geirum, svo sem tölvuvinnslu eða fjármálum.
- Fyrirvaralausar umsóknir til fyrirtækja eru töluvert algengar. Þú ættir að finna eins miklar upplýsingar um fyrirtækið og þú getur, þar sem árangur getur oltið á getu þinni til að sýna hversu vel þú myndir passa inn í skipulag þeirra og þarfir. Umsóknin ætti að vera skrifleg, ætti að innihalda upplýsingar um menntun þína og hæfni, reynslu og ástæðurnar fyrir sérstökum áhuga þínum á fyrirtækinu. Sem valkost hafa mörg fyrirtæki sínar eigin ráðningarsíður á netinu, þar sem þú getur stundum sent inn rafræna umsókn.
- Tengsl eru mjög mikilvæg í flestum löndum, þar sem fyrsta tilkynning um mörg laus störf er oft frá manni til manns.
- Að eyða dálitlum tíma i því landi sem þú velur, á styrk eða í vinnunámsdvöl, er upplögð leið til að kynnast landinu og veitir tækifæri til að leita að starfi á staðnum. Mörg stór fyrirtæki skipuleggja slíkar dvalir.

Viðurkenning á menntun og starfsréttindum
Einn mikilvægasti þátturinn er að finna út hvernig þú getur fengið menntun og hæfi viðurkennd í ‘gestgjafa' landinu. Úrslitaatriðið, fyrir þá sem hafa fagmenntun og hæfi, er hvort atvinnugreinin sé lögvernduð eður ei. Lögvernduðu atvinnugreinarnar eru þær atvinnugreinar sem eru einskorðaðar við einstaklinga sem hafa ákveðna menntun og hæfni (til dæmis lögfræðingar, bókhaldarar, kennarar, verkfræðingar, sjúkraliðar, læknar, tannlæknar, dýraskurðlæknar, lyfjafræðingar og arkítektar). Í sumum þessara atvinnugreina hefur verið komið upp lista yfir viðurkennda og jafngilda menntun og hæfi, á meðan jafngildi í öðrum er metið í hverju tilfelli fyrir sig, þar sem tekið er með í reikninginn lengd og innihald námsins. Ef þitt fag er ekki lögverndað getur þú byrjað að starfa um leið og þú færð vinnu, en þú verður að fylgja öllum nauðsynlegum starfsreglum sem eiga við það fag í gestgjafalandinu, sem geta verið ólíkar því sem þú átt að venjast.

Ferilskrá
Ţú ættir að ganga úr skugga um að þú hafir skrifað skýra, vel skipulagða ferilsskrá sem beinist að tiltekna starfinu. Þú ættir einnig að láta þýða hana á tungumál gestgjafalandsins, ásamt menntun og hæfni (sjá að ofan). Flest aðildarríki ætlast til að viðfangsefni gráðunnar eða prófskírteinisins sé í beinum tengslum við starfið sem sótt er um, á meðan önnur leggja litla áherslu á það. ESB hefur tekið upp Staðlaða evrópska ferilskrá. Þessi EUROPASS ferilskrá, sem á við um útskrifaða nemendur úr bæði verk- og bóknámsskólum, veitir skýra mynd af hæfileikum og kunnáttu umsækjandans yfir ESB-landamæri. Þetta ferilskrársnið er nú fáanlegt á 20 ESB tungumálum á EURES Ferilskrá á netinu.

Atvinnuviðtalið
Eins og í heimalandi þínu, ættir þú að undirbúa þig vandlega fyrir atvinnuviðtal. Gættu þess að hafa bakgrunnsupplýsinar um fyrirtækið og vertu tilbúin(n) að spyrja spurninga, bæði um það og sérstaka þætti starfsins. Þú mátt einnig búast við að þurfa að sanna vald þitt á tungumáli gestgjafalandsins og sýna hvernig lykilkunnátta þín og eiginleikar passa við kröfur vinnuveitandans vegna þessa sérstaka starfs. Mörg stór fyrirtæki í ESB nota matsmiðstöðvar til að dæma um hvernig hugsanlegir starfsmenn myndu standa sig við raunverulegar aðstæður.

Hvaða skjöl á að hafa með sér í viðtalið?
Venjulega þarftu:
• nokkur eintök af ferilskránni þinni á viðeigandi tungumáli;
• löggilta þýðingu á prófskírteininu þínu (sjá nánar á menntagatt.is)
• ljósrit af brottfararskírteini skóla, háskólagráðu eða annarri menntun;
• vegabréf eða gilt nafnskírteini;
• afrit af fæðingarvottorði;
• viðeigandi E-eyðublað sem veitir þér réttindi til heilsugæsluþjónustu (t.d. E111); og
• nokkrar passamyndir.

Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English