Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

Ríkisborgar utan EES

Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins, ásamt ríkisborgurum Búlgaríu og Rúmeníu, þurfa atvinnuleyfi áður en þeir flytja til Íslands vegna atvinnuþátttöku. Ef einstaklingur er á Íslandi þegar sótt er um atvinnuleyfi fyrir hann í fyrsta sinn þarf hann yfirleitt að fara af landi brott.

Atvinnurekandi sækir um atvinnuleyfi en ekki starfsmaðurinn sjálfur. Atvinnurekandi skilar inn atvinnuleyfisumsókn, ásamt umsókn útlendingsins um dvalarleyfi, til Útlendingastofnunar. Útlendingastofnun sendir umsóknina um atvinnuleyfi til Vinnumálastofnunar sem metur hvort öll skilyrði séu uppfyllt fyrir útgáfu atvinnuleyfis.

Atvinnuleyfi skiptast upp í sex flokka:

Tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar
Tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli
Tímabundið atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk
Tímabundið atvinnuleyfi vegna sérstakra ástæðna
Tímabundið atvinnuleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar
Tímabundið atvinnuleyfi vegna náms

Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn um atvinnuleyfi?
Skriflegur ráðningarsamningur milli atvinnurekanda og þess sem sótt er um atvinnuleyfi fyrir. Laun þurfa að vera í samræmi við gildandi kjarasamninga en á Íslandi eru lögbundin lágmarkslaun. Atvinnurekandi þarf að kaupa sjúkratryggingu fyrir þann sem sótt er um atvinnuleyfi fyrir. Fullnægjandi heilbrigðisvottorð frá lækni sem sýnir heilsufarsástand þess sem sótt er um atvinnuleyfi fyrir. Vottorðið þarf að vera á íslensku eða ensku.

Athugið: Atvinnuleyfi í öðru EES-ríki gildir ekki á Íslandi.

Framlenging á atvinnuleyfi:
Umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi þarf að berast Vinnumálastofnun minnst einum mánuði áður en gildandi atvinnuleyfi rennur út. Atvinnurekandi skilar inn umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi, ásamt umsókn útlendingsins um framlengingu á dvalarleyfi, til Útlendingastofnunar. Þaðan er umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi send til Vinnumálastofnunar. Útlendingurinn sjálfur ber ábyrgð á því að umsókn um framlengingu á dvalarleyfi sé lögð inn til Útlendingastofnunar í tæka tíð.
Atvinnurekandi ber ábyrgð á að umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi sé lögð inn hjá Útlendingastofnun í tæka tíð. Atvinnuleyfi er yfirleitt veitt til eins árs í senn þó aldrei lengur en til þess tíma sem dvalarleyfi hefur verið veitt.

Nánari upplýsingar um atvinnuleyfaferlið má finna hér.


Atvinna erlendis
Vinnumálastofnun
Sumarvinna á Norđurlöndunum
Nám erlendis
Hallo Norden
Norrćn vefgátt um almannatryggingar
Nordisk eTax - Norrćn skattamál
Europass - ferilsskrá

Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English