Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

EURES fréttir

12.4.2011

Íslenskir atvinnuleitendur fjársjóđur fyrir norskt atvinnulíf

Mikil eftirspurn eftir íslensku starfsfólki í Noregi

„Finnur þú ekki rétta fólkið heima í Noregi? Lausnin gæti verið að ráða Íslending“ NAV systurstofnun Vinnumálastofnunar í Noregi kynnti væntanlega starfakynningu sem haldin verður hér á landi um næstu helgi með þessum hætti. Einnig var talað um Ísland sem fjársjóðskistu fyrir norskt atvinnulíf þar sem hér sé fjöldi fólks sem býr yfir sérfræðikunnáttu, mikilli hæfni og reynslu og sé tilbúið að flytja sig um set. Íslendingar eigi auðvelt með að aðlagast norsku samfélagi vegna þess hve lík menning og tungumál landana eru og einnig sé vinnusiðferði íslendinga almennt mjög gott. Ljóst er að norsk fyrirtæki eru mjög áhugasöm um að ráða til sín Íslendinga um þessar mundir.

Eures starfakynning mynd 1
Mynd frá síðustu starfakynningu

Evrópsk starfakynning föstudaginn 15. apríl og laugardaginn 16. apríl

Um  næstu helgi stendur Vinnumálastofnun og EURES, evrópsk vinnumiðlun, fyrir evrópskri starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. EURES er samstarf um vinnumiðlun á Evrópska efnahagssvæðinu en hlutverk EURES  er að auðvelda vinnandi fólki að flytjast milli EES landa og jafna þannig út staðbundnar sveiflur innan svæðisins. Eftir hrun hefur samvinna EURES hér á landi og í Noregi aukist mjög þar sem Íslendingar sækjast fyrst og fremst eftir störfum þar í landi. Þannig fluttu 1.539 íslendingar til Noregs í fyrra og þar búa nú í kringum 9000 íslendingar samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár.

Á starfakynningunni sem nú er haldin í sjöunda sinn, munu Euresráðgjafar frá sjö Evrópulöndum kynna atvinnutækifæri í sínum löndum en fyrirferðamest eru norsku fyrirtækin, fjórtán talsins sem senda fulltrúa sína hingað til lands í von um að ráða til sín íslenska starfsmenn. Íslenskum atvinnuleitendum gefst þannig færi á að ræða beint og milliliðalaust við norska atvinnurekendur.

Aldrei hafa jafnmargir aðilar tekið þátt í kynningunni og aldrei hafa væntingarnar verið jafnmiklar. Sem dæmi þá er fyrirtækið Medical Care AS frá Osló hingað komið í leit að 120 hjúkrunarfræðingum , 50 sjúkraliðum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Einnig er nú í meira mæli en áður verið að leita að mjög sérhæfðum starfsmönnum svo sem veðurfræðingum, jarðfræðingum og sérfræðingum í þróun vatnsaflsvirkjana. Annars er eftirspurn eftir hvers konar iðnmenntuðu og háskólamenntuðu fólki .

Eures starfakynning mynd 2
Mynd frá síðustu starfakynningu

Góður árangur af fyrri starfakynningum

Aðsókn á síðustu starfakynningar hefur verið mjög góð en yfir 1000 manns mættu á síðustu kynningu sem haldin var í október á síðasta ári. Mikil ánægja hefur verið meðal þátttakenda með þá umsækjendur sem hafa mætt, þeir séu almennt vel menntaðir og hafi mikla starfsreynslu auk þess hafi þeir almennt verið vel undirbúnir  og greinilegt að stór hluti þeirra  var í fullri alvöru að íhuga flutninga.

Mörg fyrirtækjanna hafa mætt á fyrri starfakynningar,  til dæmis er fyrirtækið Tide Buss frá Bergen nú að koma í fjórða sinn í leit að strætisvagnabílstjórum.  Í síðustu heimsókn bauð fyrirtækið 21 bílstjóra vinnu eftir að hafa sett þá í aksturspróf,  16 þekktust boðið. Til að nefna önnur dæmi um árangur frá síðustu kynningu þá réð AM Direct 20 iðnaðarmenn. Bergen personal réð 4 smiði og 10 verkfræðinga. Þó norsk fyrirtæki séu í miklum meirihluta eru  einnig kynnt störf frá öðrum löndum sem dæmi þá réð Satakunnan sairaanhoitpiiri, stór spítali á vesturströnd Finnlands 8 lækna og hjúkrunarfræðinga í kjölfar kynningarinnar í október 2010.

Þó erfitt sé að horfa á eftir hæfileikaríku fólki úr landi þá er rétt að muna að stór hluti þeirra ætlar sér að snúa aftur þegar betur árar og mun þá búa að þeirri reynslu sem það aflar sér nú erlendis.

Eures starfakynning mynd 3
Mynd frá síðustu starfakynningu


Atvinna erlendis
Vinnumálastofnun
Sumarvinna á Norđurlöndunum
Nám erlendis
Hallo Norden
Norrćn vefgátt um almannatryggingar
Nordisk eTax - Norrćn skattamál
Europass - ferilsskrá

Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English