Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

EURES fréttir

19.5.2008

Framtíđarhorfur á Evrópskum vinnumarkađi - Baráttan um besta fólkiđ

 

EURES, samevrópsk vinnumiðlun sem rekin er á vegum Vinnumálastofnunar stendur fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um fyrirséðan skort á sérfræðingum og samkeppni um hæfasta fólkið á EES-svæðinu. Ein helsta áskorun Evrópsks vinnukmarkaðs í framtíðinni verður að laða til sín hæfa sérfræðinga og stjórnendur á alþjóðavísu, m.a. vegna öldrunar þjóða Evrópu og er þetta talin ein meginforsenda áframhaldandi hagvaxtar og samkeppnishæfni  svæðisins.

Søren Kaj  Andersen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla flytur erindi undir yfirskriftinni, Framtíðarhorfur á Evrópskum vinnumarkaði; aukin samkeppni og skortur á sérhæfðu vinnuafli. Pawel Kaczmarczyk, prófessor við háskólann í  Varsjá fjallar um áhrif fólksflutninga undanfarinna ára á efnahagslíf Póllands og Eystrasaltsríkjanna.

Ráðstefnan markar upphaf samstarfs EURES á Íslandi, Noregi, Írlandi og Danmörku um aðgerðir til að laða til landana sérhæft starfsfólk. Þróunin í þessum nágrannalöndum okkar hefur um margt verið svipuð því sem átt hefur sér stað hér á landi undanfarin ár; mikil þensla þar sem framboð á vinnuafli hefur ekki haldið í við eftirspurn og því verið mætt með innflutningi vinnuafls frá nýju aðildarríkjum ESB í Austur Evrópu. Nú er þörfin á sérhæfðu starfsfólki hins vegar að verða meira aðkallandi. Forstöðumenn EURES í þessum löndum munu fara yfir stöðu mála og ástand á vinnumarkaði. 

Ráðstefnan er haldin á Flughótelinu í Keflavík þann 30. maí n.k. og hefst kl. 9. Ráðstefnan fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Frekari upplýsingar og skráning: eures@vmst.is

 

Dagskrá er hægt að nálgast hér.


Atvinna erlendis
Vinnumálastofnun
Sumarvinna á Norđurlöndunum
Nám erlendis
Hallo Norden
Norrćn vefgátt um almannatryggingar
Nordisk eTax - Norrćn skattamál
Europass - ferilsskrá

Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English