Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

EURES fréttir

6.10.2008

Hótelskóli Fosshótela

 

Skólinn hefur göngu sína 1. febrúar 2009 og mun standa yfir í 3 mánuði og vera staðsettur á Fosshóteli Reykholti. Í skólanum verður boðið uppá stutt en hagnýtt nám sem undirbýr nemendur undir alhliða störf á hótelunum. Námið er sérhannað fyrir ófaglært fólk innan ferðaþjónustu og þá sem hafa hug á að starfa við greinina.

• Þú munt læra tímastjórnun og skipuleggja nám og starf betur,
• þú munt fá góða reynslu og þjálfun í mannlegum samskiptum,
• þú munt eignast nýja vini,
• þú munt læra að vinna í hóp,
• Þú munt fá aukna færni í að taka á erfiðum viðskiptavinum og í gæðastjórnun.
• Reynsla þín mun gefa þér tækifæri að öðlast starfsframa innan Fosshótela.

Námið verður skipulagt þannig að það mun skiptast jafn á á milli þess að vera bóklegt og verklegt. Nemendur byrja hvern dag á því að að vera ýmist í þjálfun í gestamóttöku, herbergjaþrifum og sjá um morgun- og hádegisverð. Eftir hádegi er sameiginlegur fyrirlestur fyrir alla nemendur. Kennt verður alla virka daga og nemendur eiga frí um helgar.

Kennt verður námskeiðið “Færni í ferðaþjónustu” frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem gefur 14 einingar á framhaldsskólastigi. Einnig munu nemendur fá góða fræðslu um m.a. gæðastjórnum og þjónustusamskipti frá gestafyrirlesurum og öðrum reynslumiklum stjórnendum fyrirtækisins.

Takmark okkar er að ná þeim árangri að þjálfa nemendur í að veita framúrskarandi þjónustu og gera nemendur okkar eins vel í stakk búna og mögulegt er fyrir öll almenn störf innan hótelsins.

Kennarar við skólann verða reyndir hótelstjórar og aðrir fagaðilar með mikla menntun og starfsreynslu við ýmis störf innan hótel- og ferðaþjónustunnar.

Að námi loknu tryggjum við nemendum starf á einu Fosshótelanna næsta sumar sem og hærri laun en aðrir nýráðnir starfsmenn. Nemendur munu eiga möguleika á millistjórnendastarfi innan fyrirtækisins.
Skólagjöld eru engin en nemendur greiða frá 2000 krónum á dag fyrir fæði, húsnæði og námsgögn.

Námið og starfið mun veita þér ómetalega reynslu og þekkingu sem mun sóma sér vel á ferilskrá þinni og veita þér forskot. Það er því ekki eftir neinu að bíða með skráningu þína!

Frekari upplýsingar veitir Guðrún Halldórsdóttir hjá Fosshótelum og á heimasíðunni: http://www.fosshotel.is/is/hotel_school/hotel_school.php


Atvinna erlendis
Vinnumálastofnun
Sumarvinna á Norđurlöndunum
Nám erlendis
Hallo Norden
Norrćn vefgátt um almannatryggingar
Nordisk eTax - Norrćn skattamál
Europass - ferilsskrá

Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English