Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu EURES

EURES fréttir

12.1.2010

Evrópusamvinna á Háskólatorgi 14. janúar 2010

Sameiginlegur upplýsingavefur landsskrifstofa og þjónustuskrifstofa Evrópuáætlana er evropusamvinna.is. Þar má finna grunnupplýsingar um allar þær áætlanir og styrkjamöguleika sem Íslendingum bjóðast ásamt tenglum í viðeigandi heimasíður. Vefsíðunni er ætlað að vera fyrsti áfangastaður fyrir þá sem hafa áhuga á Evrópusamstarfi, hvort sem það er til að sækja um styrki eða leita sér upplýsinga og þjónustu, en vita e.t.v. ekki alveg hvar þeir eiga að byrja. 

Íslendingar hafa aðgang að fjölda Evrópuáætlana í gegnum EES samninginn og hafa verið virkir í Evrópusamstarfi allt frá því hann tók gildi. Í gegnum samstarfsáætlanir Evrópusambandsins er hægt að sækja styrki og stuðning innan flestra sviða menntunar og atvinnulífs og má þar telja áætlanir á sviði menntunar á öllum stigum, menningar, rannsókna og vísinda, jafnréttis, vinnumiðlunar og fyrirtækjasamstarfs. Einstaklingar, skólar, fyrirtæki, stofnanir og samtök finna eitthvað við sitt hæfi á Evrópusamvinnukynningunni á Háskólatorgi.

Eftirfarandi áætlanir og þjónustuveitur verða kynntar á Háskólatorgi:

Áætlun

Umsjónaraðili/landsskrifstofa

7. rannsóknaáætlunin

RANNÍS

Menntaáætlun ESB

Landsskrifstofa Menntaáætlunarinnar

eTwinning rafrænt skólsamstarf

Landsskrifstofa eTwinning

Evrópa unga fólksins

Landsskrifstofa Evrópu unga fólksins / UMFÍ

Evróvísir - tækifæri fyrir ungt fólk

Landsskrifstofa Evrópu unga fólksins / UMFÍ

EURES-evrópsk vinnumiðlun

Vinnumálastofnun

Menningaráætlunin

Upplýsingaþjónusta menningaráætlunarinnar á Íslandi

MEDIA kvikmynda-, sjónvarps- og margmiðlunaráætlunin

MEDIA upplýsingaþjónustan

Enterprise Europe Network

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Útflutningsráð Íslands og RANNÍS

Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Norðurslóðaáætlunin

Byggðastofnun

ESPON samstarfsnet um svæðaþróun

Byggðastofnun

PROGRESS - jafnréttis og vinnumál

Félags- og tryggingamálaráðuneyti

Daphne III - gegn ofbeldi á konum og börnum

Félags- og tryggingamálaráðuneyti

Almannavarnaáætlunin

Ríkislögreglustjóri

Norrænt samstarf og stuðningsmöguleikar

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands


Atvinna erlendis
Vinnumálastofnun
Sumarvinna á Norđurlöndunum
Nám erlendis
Hallo Norden
Norrćn vefgátt um almannatryggingar
Nordisk eTax - Norrćn skattamál
Europass - ferilsskrá

Fréttir og tilkynningar

26. Janúar 2016

Kynning á tćkifćrum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi, fimmtudaginn 28. janúar 2016.

7. Maí 2015

Ertu ađ flytja til Noregs, Danmerkur eđa Svíţjóđar ?

Norræna félagið í samstarfi við Halló Norðurlönd og EURES - evrópska vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum um flutning til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.


Athyglinni beint ađ

EURES ađstođar ţýska atvinnuleitendur viđ ađ finna ný tćkifćri úti á landsbyggđinni í Sviss

Á hverju ári nćst ekki ađ ráđa í fjölmörg laus störf innan ferđamannaiđnađarins – héđan í frá mun nýtt samstarf veita ţýskum atvinnuleitendum kost á ađ komast í samband viđ nýja atvinnuveitendur, međ ađstođ EURES.
Texti ritstýrđur síđast: 12/2010

EURES í Eistlandi – ađ mynda samstarf til ađ vernda réttindi atvinnuleitenda

EURES í Eistlandi og áhugahópurinn MTÜ Living for Tomorrow hafa hafiđ samstarf til ađ vernda atvinnuleitendur, sem huga á starf erlendis, gegn sviksamlegum og hrottafengnum atvinnuveitendum.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Hvernig tungumálanám getur leitt til nýrra tćkifćra

Yfirstandandi samstarf milli EURES í sćnskumćlandi Álandseyjum og tungumálaskóla í Ţýskalandi er ađ gera faglćrđum, atvinnulausum ţýskum atvinnuleitendum kleift ađ öđlast hagnýta reynslu á fallegum stađ.
Texti ritstýrđur síđast: 11/2010

Stjórnborđ

Minnka letur Stćkka letur Hamur fyrir sjónskerta
In English